Borgarahreyfingin setur skilyrði

mbl.is

Borgarahreyfingin segir það vera forsendu framboðs til sveitastjórna í nafni Borgarahreyfingarinnar eða þátttöku í sameiginlegu framboði með öðrum hreyfingum/íbúasamtökum að ákveðnum grundvallarmálum verði haldið til haga.

Þetta kemur fram á heimasíðu Borgarahreyfingarinnar.  Meðal þeirra grundvallarmála sem þar eru tíunduð er m.a. að beint lýðræði verði aukið, að slegin verði skjaldborg um heimilin, að svæðaráðum verði komið á í sveitarfélögum og að gagnsæi verði aukið í rekstri sveitarfélaga.

Frétt Borgarahreyfingarinnar um sveitastjórnarmál

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert