Skipverjar á Faxa RE 9 fengu í kvöld um 100 tonn af gulldeplu í Grindavíkurdýpi suður af Reykjanesi. Mun þetta vera fyrsti gulldepluaflinn á vertíðinni, en Hoffellið frá Fáskrúðsfirði leitaði gulldeplu fyrir nokkrum vikum og síðar Ísleifur frá Vestmannaeyjum
Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu komu 38.339 tonn af gulldeplu á land á síðasta vetri, en fiskinn var fyrst farið að veiða sérstaklega í sérútbúin troll um og upp úr síðustu áramótum. Verðmæti gulldeplu á síðustu vertíð er áætlað tæpir tveir milljarðar króna. Mikil óvissa er um loðnuvertíð í vetur og vegna sýkingar í íslensku sumargotssíldinni eru aflaheimildir mun minni en undanfarin ár. Er gulldeplan því búbót fyrir margar útgerðir.