Gæti sparað Íslendingum 185 milljarða

Icesave
Icesave

Ef jafn­ræðis­regla samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið gilti þyrfti ís­lenska ríkið að greiða Bret­um millj­arði evra, 185 millj­örðum króna, minna í vexti af Ices­a­ve-láni. Þetta seg­ir Daniel Gros, hag­fræðing­ur og bankaráðsmaður Seðlabanka Íslands, í álits­gerð.

Í álits­gerðinni varp­ar Gros fram þeirri spurn­ingu hvort Bret­um og Hol­lend­ing­um beri að veita Íslend­ing­um sömu láns­kjör og eig­in trygg­ing­ar­sjóðum, í sam­ræmi við jafn­ræðis­reglu samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið.

Rík­is­stjórn­ir Breta og Hol­lend­inga hafa lánað Íslend­ing­um nærri 4 millj­arða evra á 5,55% ár­svöxt­um vegna Ices­a­ve-skuld­bind­ing­anna. Því vakni spurn­ing­in hvaða láns­kjör trygg­inga­sjóðirn­ir fái hjá rík­is­stjórn­um Breta og Hol­lend­inga. Svarið fyr­ir Bret­land sé að sjóður­inn fái lán á LI­BOR-vöxt­um, að viðbætt­um 30 grunn­punkt­um, sem þýðir 1,5% um þess­ar mund­ir. Þetta sé fjór­um pró­sentu­stig­um und­ir láns­kjör­um Íslend­inga, sem eru 5,55% sem fyrr seg­ir. Þetta sam­svari um 100 millj­ón­um evra á ári, eða sam­an­lagt yfir 1 millj­arði evra á láns­tím­an­um með upp­söfnuðum vöxt­um.

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert