Gæti sparað Íslendingum 185 milljarða

Icesave
Icesave

Ef jafnræðisregla samningsins um Evrópska efnahagssvæðið gilti þyrfti íslenska ríkið að greiða Bretum milljarði evra, 185 milljörðum króna, minna í vexti af Icesave-láni. Þetta segir Daniel Gros, hagfræðingur og bankaráðsmaður Seðlabanka Íslands, í álitsgerð.

Í álitsgerðinni varpar Gros fram þeirri spurningu hvort Bretum og Hollendingum beri að veita Íslendingum sömu lánskjör og eigin tryggingarsjóðum, í samræmi við jafnræðisreglu samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

Ríkisstjórnir Breta og Hollendinga hafa lánað Íslendingum nærri 4 milljarða evra á 5,55% ársvöxtum vegna Icesave-skuldbindinganna. Því vakni spurningin hvaða lánskjör tryggingasjóðirnir fái hjá ríkisstjórnum Breta og Hollendinga. Svarið fyrir Bretland sé að sjóðurinn fái lán á LIBOR-vöxtum, að viðbættum 30 grunnpunktum, sem þýðir 1,5% um þessar mundir. Þetta sé fjórum prósentustigum undir lánskjörum Íslendinga, sem eru 5,55% sem fyrr segir. Þetta samsvari um 100 milljónum evra á ári, eða samanlagt yfir 1 milljarði evra á lánstímanum með uppsöfnuðum vöxtum.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka