Gestum Kringlunnar það sem af er ári hefur fækkað um þrjú prósent frá sama tímabili í fyrra. Má segja að kaupmenn í Kringlunni geti verið nokkuð ánægðir miðað við ástandið, en spáð hefur verið allt að 30% samdrætti í einkaneyslu á árinu.
Fjöldi gesta í fyrra stóð nokkurn veginn í stað frá árinu áður.
Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags Kringlunnar, segir kaupmenn í Kringlunni finna fyrir minni verslun Íslendinga erlendis.