Sækja um landlæknisembættið

Landlæknisembættið er með skrifstofur við Austurströnd á Seltjarnarnesi.
Landlæknisembættið er með skrifstofur við Austurströnd á Seltjarnarnesi. Landlæknisembættið

Fimm sækja um embætti land­lækn­is. Þau eru lækn­arn­ir Finn­bogi O. Karls­son, Geir Gunn­laugs­son, Kristján Odds­son, María Heim­is­dótt­ir og
Ragn­ar Jóns­son. Heil­brigðisráðherra skip­ar land­lækni til fimm ára í senn að fengnu mati nefnd­ar sem met­ur hæfni um­sækj­enda.

Í aug­lýs­ingu um starfið er kraf­ist sér­fræðimennt­un­ar í lækn­is­fræði og víðtækr­ar reynslu eða mennt­un á sviði stjórn­un­ar. Sér­stök mats­nefnd fær nú um­sókn­irn­ar til um­fjöll­un­ar. Hún skil­ar heil­brigðisráðherra áliti sínu á um­sækj­end­um og þá fyrst get­ur ráðherra tekið ákvörðun um hver verðru næsti land­lækn­ir.

Skipað er í stöðu land­lækn­is til fimm ára frá 1. janú­ar 2010. Um­sækj­end­ur eru

Finn­bogi O. Karls­son, lækn­ir. Hann rek­ur lækn­inga­stofu í efna­skipta- og innkirtla­lækn­ing­um í Ark­ans­as í Banda­ríkj­un­um.

Geir Gunn­laugs­son, lækn­ir. Hann er pró­fess­or við Kennslu­fræði- og lýðheilsu­deild Há­skól­ans í Reykja­vík.

Kristján Odds­son, lækn­ir. Hann er aðstoðarland­lækn­ir.

María Heim­is­dótt­ir, lækn­ir. Hún er yf­ir­lækn­ir á hag- og upp­lýs­inga­sviði Land­spít­ala.

Ragn­ar Jóns­son, lækn­ir. Hann er sjálf­stætt starf­andi bæklun­ar­sk­urðlækn­ir á eig­in lækna­stofu.

Embættið er und­ir yf­ir­stjórn heil­brigðisráðherra og er mark­mið með starf­rækslu þess að tryggja gæði heil­brigðisþjón­ustu og stuðla að heil­brigði lands­manna. Land­lækn­ir ber ábyrgð á því að embættið starfi í sam­ræmi við lög og stjórn­valds­fyr­ir­mæli.

Í frétt frá heil­brigðisráðuneyt­inu seg­ir að hlut­verk land­lækn­is sé m.a. eft­ir­far­andi:
Að veita ráðherra og öðrum stjórn­völd­um, heil­brigðis­starfs­fólki og al­menn­ingi ráðgjöf um heil­brigðismál.

Að hafa eft­ir­lit með heil­brigðisþjón­ustu.

Að hafa eft­ir­lit með heil­brigðis­starfs­mönn­um.

Að hafa eft­ir­lit með lyfja­á­vís­un­um og fylgj­ast með og stuðla að skyn­sam­legri lyfja­notk­un lands­manna.

Að veita starfs­leyfi til ein­stak­linga sem upp­fylla skil­yrði laga og reglu­gerða til notk­un­ar starfs­heita lög­giltra heil­brigðis­stétta.

Að safna og vinna upp­lýs­ing­ar um heilsu­far og heil­brigðisþjón­ustu.

Að fylgj­ast með heil­brigði lands­manna.

Að vinna að gæðaþróun inn­an heil­brigðisþjón­ustu.

Að sinna kvört­un­um al­menn­ings vegna heil­brigðisþjón­ustu.

Að stuðla að því að mennt­un heil­brigðis­starfs­manna sé í sam­ræmi við kröf­ur heil­brigðisþjón­ust­unn­ar á hverj­um tíma.

Að stuðla að rann­sókn­um á sviði heil­brigðisþjón­ustu.

Að sinna öðrum verk­efn­um sem hon­um eru fal­in sam­kvæmt lög­um, stjórn­valds­fyr­ir­mæl­um eða ákvörðun ráðherra.

Fram kom í aug­lýs­ingu um starfið að skipu­lag og verka­skipt­ing stjórn­sýslu­stofn­ana heil­brigðisráðuneyt­is­ins væri til end­ur­skoðunar, m.a. í þeim til­gangi að efla eft­ir­lit með gæðum heil­brigðisþjón­ustu og styrkja for­varn­ir og er sagt að end­ur­skoðunin kunni að leiða til breyt­inga á starf­semi embætt­is­ins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert