Slagsmál á bráðamóttökunni

Slags­mál brut­ust út á bráðamót­töku Land­spít­al­ans aðfaranótt sunnu­dags og varð lög­regla að beita piparúða til að stöðva slag­mál­in.

Þessa nótt sinnti starfs­fólk slysa­deild­ar­inn­ar mörgu al­var­lega veiku og slösuðu fólki, meðal ann­ars mann­in­um sem slasaðist lífs­hættu­lega er hann féll ofan í hús­grunn.

Starfs­fólkið þurfti að kljást við heila­blóðfall og al­var­lega önd­un­ar­færa­sjúk­dóma auk fjölda minni­hátt­ar áverka og veik­indi, að því er fram kom í frétt­um RÚV í há­deg­inu.

Seg­ir Ófeig­ur Þor­geirs­son, yf­ir­lækn­ir á Slysa- og bráðadeild Land­spít­al­ans að marg­ir ljót­ir áverk­ar hafi komið inn á borð um helg­ina. Hann seg­ir starfs­fólk og sjúk­linga hrætt við of­beld­is­menn sem fremja svona of­beld­is­verk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka