Slagsmál á bráðamóttökunni

Slagsmál brutust út á bráðamóttöku Landspítalans aðfaranótt sunnudags og varð lögregla að beita piparúða til að stöðva slagmálin.

Þessa nótt sinnti starfsfólk slysadeildarinnar mörgu alvarlega veiku og slösuðu fólki, meðal annars manninum sem slasaðist lífshættulega er hann féll ofan í húsgrunn.

Starfsfólkið þurfti að kljást við heilablóðfall og alvarlega öndunarfærasjúkdóma auk fjölda minniháttar áverka og veikindi, að því er fram kom í fréttum RÚV í hádeginu.

Segir Ófeigur Þorgeirsson, yfirlæknir á Slysa- og bráðadeild Landspítalans að margir ljótir áverkar hafi komið inn á borð um helgina. Hann segir starfsfólk og sjúklinga hrætt við ofbeldismenn sem fremja svona ofbeldisverk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert