Um 6000 bólusettir í dag

Mikill erill var á heilsugæslustöðvum um allt land en í dag hófst almenn bólusetning gegn svínaflensu. Gera má ráð fyrir að um 6000 manns hafi verið bólusettir í dag vegna svínaflensunnar um allt land. Fyrir helgi höfðu um 60 þúsund manns verði bólusettir.

Gunnar Ingi Gunnarsson, staðgengill sóttvarnarlæknis höfuðborgarsvæðisins, segir bólusetninguna hafa gengið mjög vel og að áhuginn fyrir því að láta bólusetja sig sé töluverður.

Sóttvarnarlæknir Íslands, Haraldur Briem, mælist eindregið til þess að fólk láti bólusetja sig, ekki eingöngu til að verjast pestinni núna, heldur ekki síst þegar hún lætur á sér kræla á ný í vetur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert