Vísar áliti Gros á bug

Fátt hefur verið rætt jafn mikið af íslensku þjóðinni undanfarin …
Fátt hefur verið rætt jafn mikið af íslensku þjóðinni undanfarin misseri en Icesave reikningar Landsbankans mbl.is/hag

Indriði H. Þor­láks­son, aðstoðarmaður Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar fjár­málaráðherra, seg­ir að ekk­ert sé hæft í forsíðufrétt Morg­un­blaðsins þar sem vísað er til álits­gerðar Daniels Gros, full­trúa Fram­sókn­ar­flokks­ins í stjórn Seðlabanka Íslands, að hægt væri að spara Íslend­ing­um 185 millj­arða króna með beit­ingu jafn­ræðis­reglu.

Í frétt Morg­un­blaðsins kem­ur fram að Gros varpi fram þeirri spurn­ingu hvort Bret­um og Hol­lend­ing­um beri að veita Íslend­ing­um sömu láns­kjör og eig­in trygg­ing­ar­sjóðum, í sam­ræmi við jafn­ræðis­reglu samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið.

Að sögn Indriða er erfitt að átta sig á því hvað Gros eigi við í frétt­inni þar sem ekk­ert sé til­greint í frétt­inni um hvaða jafn­ræðis­reglu sé að ræða. Ekki sé til nein alls­herj­ar­jafn­ræðis­regla. „Þær regl­ur sem gilda inn­an EES eru fyrst og fremst varðandi sam­keppn­is­stöðu og ég efa nú að menn líti svo á að trygg­inga­sjóðir inni­stæðueig­enda í mis­mun­andi lönd­um séu í sam­keppni hver við ann­an," seg­ir Indriði. Til sé fjöld­inn all­ur af jafn­ræðis­regl­um en þær lúti fyrst og fremst að jafn­ræði í sam­keppni.

Hann seg­ir margt í frétt­inni ekki stand­ast. Til að mynda fyr­ir­sögn­in: Gæti sparað Íslend­ing­um 185 millj­arða. Þetta sé um það bil sú fjár­hæð sem lík­legt sé að standi eft­ir þegar kem­ur að því að greiða. Ef hún eigi öll að spar­ast þá sé mjög lík­legt að menn séu að rugla sam­an breyti­leg­um vöxt­um og föstu vöxt­un­um sem margsinn­is sé búið að sýna fram á að séu hag­stæðari.

Í frétt Morg­un­blaðsins seg­ir að því vakni spurn­ing­in hvaða láns­kjör sjóðirn­ir fái hjá rík­is­stjórn­um Breta og Hol­lend­inga. Svarið fyr­ir Bret­land sé að sjóður­inn fái lán á LI­BOR-vöxt­um, að viðbætt­um 30 grunn­punkt­um, sem þýðir 1,5% um þess­ar mund­ir. Þetta sé fjór­um pró­sentu­stig­um und­ir láns­kjör­um Íslend­inga, sem eru 5,55%. Þetta sam­svari um 100 millj­ón­um evra á ári, eða sam­an­lagt yfir 1 millj­arði evra á láns­tím­an­um með upp­söfnuðum vöxt­um.

Indriði seg­ir að sýnt hafi verið fram á að þess­ir breyti­legu vext­ir jafn­gildi 6-7% vöxt­um til 15 ára sem sé tals­vert meira held­ur en dæmið í frétt­inni og því spyrji hann sig að því hvað búi að baki frétt­inni.

Hann seg­ir að þegar vitnað sé í það hvernig Bret­ar og Hol­lend­ing­ar fjár­magna sína sjóði þá séu þeir að viður­kenna ábyrgð rík­is­ins á inni­stæðutrygg­ing­un­um og þar með að leggja þess­um sjóðum til fé þannig að sam­skipti milli rík­iskass­ans og þess­ara sjóða sé nán­ast bók­halds­atriði. Ríkið, í þessu til­viki það breska og hol­lenska, sé að lána sín­um eig­in sjóðum og því ekki um viðskipti á markaði að ræða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert