Fékk trollið í skrúfuna

Páll Pálsson ÍS.
Páll Pálsson ÍS. mynd/bb.is

Ísfisktogarinn Páll Pálsson ÍS 102 tók togarann Mars RE í tog um hádegisbil í gær eftir að síðarnefndi togarinn hafði fengið trollið í skrúfuna. Drátturinn til lands gekk vel og komu skipin til Ísafjarðar um fimm leitið í morgun.

Kafarar hafa unnið að því í morgun að losa trollið úr skrúfunni. Landað verður úr Páli í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert