Fimm kennurum sagt upp

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki (FNV).
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki (FNV). Pétur Ingi Björnsson

Fimm kennurum hefur verið sagt upp störfum við Fjölbrautaskóla Norðurlands (FNV) vestra frá og með áramótum, samkvæmt frétt fréttavefjarins Feykis. Þar segir og að nú séu 167 íbúar á Norðurlandi vestra að hluta til eða alveg án atvinnu.

Auk kennaranna við FNV mun einhverjum einnig hafa verið sagt upp úr litlum stöðugildum við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki. Feykir segir að á  starfatorgi Vinnumálastofnunar sé aðeins auglýst eitt starf á svæðinu. Þar er um að ræða tímabundið starf við gerð gæðahandbókar fyrir UMF Tindastól. Starfið hefur verið auglýst laust síðan snemma á árinu án þess að tekist hafi að ráða í það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert