Mannanafnanefnd hefur á sl. átta mánuðum tekið til umfjöllunar 35 eiginnöfn og tvö millinöfn. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar er nú heimilt að bera karlmannsnöfnin Ísbjörn, Spói, Moli, Sturri, Mikkael, Kris, Gael, Keran, Emerald, Edilon, Bastían og Emmanúel.
Hins vegar er óheimilt að heita Chris, Elias, Byrnir, Bastian og Emmanuel á þeim forsendum að ritháttur nafnanna sé ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls.
Stúlkur mega í framtíðinni bera nöfnin Árvök, Elvi, Reyn, Aðalrós, Manúela, Atalía, Ollý, Álfrós, Emeralda, Adríana, Isabella og Amilía. Þær mega hins vegar ekki heita Cara, Milica, Aisha, Zíta og Leah, sem fyrr með vísan til þess að ritháttur samræmist ekki ritreglum íslenskunnar. Millinafnið Valagils hlaut náð fyrir augum mannanafnanefndar en Zítu var hafnað.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.