Kröfuhafar munu láta reyna á neyðarlög fyrir dómi

Landsbankinn við Austurstræti.
Landsbankinn við Austurstræti. reuters

Líklegt er að kröfuhafar gamla Landsbankans muni láta reyna á neyðarlögin sem sett voru í kjölfar bankahrunsins haustið 2008.

Við setningu neyðarlaganna voru innlán sett framar öðrum kröfum í þrotabú Landsbankans. Umræður spunnust upp um málið á kröfuhafafundi Landsbankans sem haldinn var í gær. Jafnframt var tilkynnt á fundinum að eignir bankans hefðu rýrnað nokkuð.

Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi, að hugsanlegt sé að neyðarlögin frá október í fyrra, sem voru sett til að vernda innistæður í bönkum hér á landi, verði felld úr gildi fyrir dómstólum. Fari svo verði skuldbindingar vegna Icesave samninganna miklu hærri en þær eru nú, jafnvel svo háar að menn telji, að forsendur fyrir samningnum séu brostnar.

Sagði Stefán Már  að skuldbindingar, sem gætu leitt af þessu, yrðu  verulegar og erfiðar fyrir íslenskt þjóðarbú.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert