Lögmanni Baldurs algjörlega ofboðið

Karl Axelsson lögmaður Baldurs Guðlaugssonar
Karl Axelsson lögmaður Baldurs Guðlaugssonar

Karl Ax­els­son, lögmaður Bald­urs Guðlaugs­son­ar, fyrr­ver­andi ráðuneyt­is­stjóra, rit­ar Ólafi Hauks­syni, sér­stök­um sak­sókn­ara, opið bréf í Morg­un­blaðinu í dag. Þar seg­ir Karl að ástæðan fyr­ir þess­um skrif­um sé sú að hon­um sé al­gjör­lega ofboðið.

„Að minnsta kosti þekki ég ekki annað dæmi um sam­bæri­legt fram­ferði op­in­berra embætta gegn ein­stak­lingi. Þannig hef­ur um­bjóðandi minn hrak­ist úr starfi, hann hef­ur stöðu grunaðs manns í end­urupp­tek­inni rann­sókn máls sem hon­um var sér­stak­lega til­kynnt í maí síðastliðnum að væri lokið án þess að nokkuð til­efni væri til þess að haf­ast frek­ar að gagn­vart hon­um og þessu til viðbót­ar hef­ur hann þurft að sæta kyrr­setn­ingu eigna sinna með ein­stök­um og niður­lægj­andi hætti og án þess að þörf slíks hafi verið rök­studd einu orði efn­is­lega.

Síðast en ekki síst skal þess þó getið að mál Bald­urs hef­ur fyr­ir til­verknað ein­hverra sem til þess þekkja, sýni­lega bæði hjá embætti þínu og Fjár­mála­eft­ir­liti, orðið fjöl­miðlamál. Sá ít­rekaði leki hef­ur svo alltaf átt sér stað á þeim tíma­punkt­um þegar það hentaði ímynd­ar­her­ferð viðkom­andi embætta best en Baldri verst. Þarna eru ein­hvers staðar á ferðinni brot gegn ákvæðum laga um þagn­ar­skyldu op­in­berra starfs­manna.

Ég geri ekki ráð fyr­ir að þú haf­ir áhuga á að stofna til op­in­berr­ar rann­sókn­ar af því til­efni, þó að heima­tök­in við þá rann­sókn gætu sjálfsagt verið hæg. Þegar svona mál verður um­fjöll­un­ar­efni í fjöl­miðlum er það yf­ir­leitt afar meiðandi fyr­ir þann ein­stak­ling sem í hlut á.

Það staf­ar fyrst og fremst af því að frá­sögn af máls­at­vik­um verður afar yf­ir­borðsleg í fjöl­miðlun­um. Þar er sjaldn­ast at­hugaður grund­völl­ur rann­sókn­ar eða hugs­an­leg­ur ann­ar­leg­ur til­gang­ur henn­ar. Þar er látið við fyr­ir­sagn­irn­ar sitja. Al­menn­ing­ur tel­ur svo að hér hljóti eitt­hvað að vera at­huga­vert fyrst svona virðuleg op­in­ber embætti hafi ákveðið að stofna til rann­sókn­ar. Og ekki bara stofna til rann­sókn­ar í þessu til­viki, held­ur líka sýna hversu embættið er dug­mikið og harðsnúið með því að kyrr­setja eign­ir hjá fyrr­ver­andi emb­ætt­is­mann­in­um til trygg­ing­ar kröfu vegna brots hans. Og fyrst málið er komið í þenn­an far­veg fyr­ir til­verknað embætt­anna felst í því sér­stök rétt­læt­ing fyr­ir því að bréf þetta, sem hef­ur inni að halda rök­studd­ar at­huga­semd­ir við vinnu­brögð ykk­ar, birt­ist einnig op­in­ber­lega," að því er seg­ir í opnu bréfi Karls sem birt er í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Baldur Guðlaugsson
Bald­ur Guðlaugs­son mbl.is
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert