Nær allir ánægðir með þjónustu Framsýnar

Það er mikil og góð þjónusta veitt á skrifstofu stéttarfélaganna …
Það er mikil og góð þjónusta veitt á skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Hér sjást Aðalsteinn Á. Baldursson og Snæbjörn Sigurðarson þeyta rjóma með jólkaffinu í fyrra en skriststofan býður félagsmönnum í jólakaffi ár hvert. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Þetta er mjög ánægjulegt en um leið ótrúlegt þegar horft er á að óánægja meðal landsmanna í garð verkalýðshreyfingarinnar fer vaxandi," segir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags í Þingeyjarsýslum þegar niðurstöður úr viðhorfskönnun sem félagið stóð fyrir á dögunum var kunngerð í dag.

Öllum þeim sem leituðu eftir þjónustu á skrifstofu stéttarfélaganna á tímabilinu 29. október til 20. nóvember var boðið að taka þátt í könnuninni, það er félagsmönnum, atvinnurekendum og öðrum þeim sem áttu erindi á skrifstofuna. Samtals tóku 140 einstaklingar þátt í könnuninni og skoðast hún því marktæk.

Niðurstöður könnunarinnar voru eftirfarandi:

138 eða 98,6% sögðust ánægðir með starfsemi Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík og þar með Framsýnar-stéttarfélags.

Einn skilaði auðu eða 0,7% og einn tók ekki afstöðu til þjónustunnar eða 0,7%. 

Heimasíða Framsýnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert