Vilja ekki sameiningu

Ekki eru for­send­ur á þess­um tíma­punkti for­send­ur fyr­ir sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga á Snæ­fellsnesi, að mati bæj­ar­stjórn­ar Snæ­fells­bæj­ar. Slíkt myndi aðeins auka á þá óvissu sem fyr­ir er.

Þetta segja Snæ­fells­bæ­ing­ar, sem fengu er­indi frá bæj­ar­stjórn Grund­ar­fjarðar þar sem áhugi fyr­ir sam­ein­ingu var kannaður.

Bæj­ar­stjórn­in í Snæ­fells­bæ seg­ir að nú­ver­andi kjör­tíma­bil sitt sé nú að renna út og það hljóti því að vera nýrr­ar bæj­ar­stjórn­ar að meta hvort stefna skuli að sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga. Rétt sé þó að árétta að sam­starf sveit­ar­fé­laga á Snæ­fellsnesi sé gott og náið og hafi sam­taka­mátt­ur þeirra í mörg­um mál­um skilað miklu Sé spurn­ing hvort ekki sé rétt að skoða enn frek­ara sam­starf. Komi til frek­ari sam­ein­ing­ar sveit­ar­fé­laga á Vest­ur­landi á næstu árum, annað hvort með frjáls­um kosn­ing­um eða til­skip­un frá Alþingi, þá tel­ur bæj­ar­stjórn Snæ­fells­bæj­ar eina raun­hæfa kost­inn að Nesið verði eitt sveit­ar­fé­lag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert