Vilja Icesave aftur í nefnd

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Heiðar

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar fóru fram á það á Alþingi í dag að farið yrði með Ices­a­ve-málið aft­ur inn í nefnd­ir þings­ins til frek­ari um­fjöll­un­ar. Sögðu þeir svo mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar hafa komið fram á und­an­förn­um dög­um að ekki væri annað hægt. Að sögn for­seta Alþing­is verður málið skoðað. Á meðan ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun held­ur önn­ur umræða um Ices­a­ve áfram.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks, hvatti til þess að gert yrði hlé á umræðunni á meðan álita­mál, lík þeim sem fram koma í grein Sig­urðar Lín­dal laga­pró­fess­ors og áliti Daniels Gross, verði rædd í fjár­laga­nefnd og efna­hags- og skatta­nefnd. 

Fleiri þing­menn komu upp og tóku und­ir með Þor­gerði. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks, sagði stöðuna aug­ljósa. Eina vitið væri að taka málið aft­ur inn í nefnd. Jafn­framt sagði hann, að nýj­ar upp­lýs­ing­ar sem fram eru komn­ar minni á það, að rík­is­stjórn­in hafi ekki gert neitt til að leita eft­ir ut­anaðkom­andi ráðgjöf. Rík­is­stjórn­in vilji ekki heyra staðreynd­ir máls­ins, og það þrátt fyr­ir að samn­ings­staða Íslands sé býsna sterk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert