Vissi ekki um kröfu Yngva Arnar

Árni Páll Árnason í ræðustóli Alþingis.
Árni Páll Árnason í ræðustóli Alþingis. mbl.is/Eggert

Árni Páll Árna­son, fé­lags­málaráðherra, sagðist á Alþingi í dag ekki hafa vitað af því að Yngvi Örn Krist­ins­son, sem starfar sem ráðgjafi í fé­lags­málaráðuneyt­inu, myndi gera 230 millj­óna króna kröfu í þrota­bú Lands­bank­ans. 

Gunn­ar Bragi Sveins­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, spurði Árna Pál í fyr­ir­spurn­ar­tíma, hvort hann styddi kröfu þessa aðstoðar­manns síns í þrota­bú bank­ans og hvort hann teldi að kraf­an sé siðferðis­lega rétt. Spurði Gunn­ar Bragi hvort Árni Páll teldi ástæðu til að end­ur­skoða ráðningu síns helsta ráðgjafa í ljósi þess sem fram hafi komið.

Árni Páll sagði, að Yngvi Örn væri ekki aðstoðarmaður sinn held­ur hefði verið ráðinn, hæfni sinn­ar vegna, til að sinna af­mörkuðum verk­efn­um í ráðuneyt­inu. Þeim verk­efn­um væri að ljúka og Yngvi Örn hefði ekki verið ráðinn í fast starf. 

Ráðherr­ann sagði, að sér hefði ekki verið kunn­ugt um hvaða kröf­ur Yngvi Örn væri að gera í þrota­bú Lands­bank­ans. Hann sagðist hins veg­ar aðspurður ekki hefðu gert þá kröfu ef hann hefði verið í spor­um Yngva Arn­ar.

Árni Páll sagði að það væri ekki sinn vilji, að raða fólki inn í ráðuneytið án aug­lýs­inga. Hann lýsti jafn­framt þeirri skoðun, að taka eigi ráðninga­valdið af ráðherr­um og að ráðning emb­ætt­is­manna verði á ein­um stað og þeir flæði síðan gegn­um stjórn­kerfið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert