Yfirlýsing frá Ágústi Sindra Karlssyni

Ágúst Sindri Karlsson
Ágúst Sindri Karlsson Aðsent

Ágúst Sindri Karls­son lögmaður hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu, vegna frétta­flutn­ings af fé­lag­inu Ex­eter Hold­ing, sem áður var í hans eigu og sölu stofn­fjár­bréfa í Byr, sem til rann­sókn­ar er hjá embætti sér­staks sak­sókn­ara.

Eft­ir­far­andi er yf­ir­lýs­ing Ágústs Sindra:

„Ex­eter Hold­ings fjár­festi í stofn­fjár­bréf­um í Byr í októ­ber og des­em­ber 2008. Það var trú mín á þeim tíma að Byr væri áhuga­verður fjár­fest­ing­ar­kost­ur. Á þess­um tíma var al­mennt álitið að Byr myndi lifa hrunið af og kom­ast í lyk­il­stöðu á ís­lensk­um banka­markaði. Stafaði það ekki síst af þeirri staðreynd að Byr hafði þá ný­verið fengið nýtt eigið fé inn í rekst­ur­inn og var að mestu í ein­stak­lingsviðskipt­um.

Stofn­bréf­in voru keypt af MP-banka sem jafn­framt sá um fjár­mögn­un kaup­anna. Mér var ekki kunn­ugt um hverj­ir voru fyrri eig­end­ur stofn­fjár­bréf­anna fyrr en mörg­um mánuðum síðar. Ég harma það því mjög að nafn mitt skuli vera dregið inn í þetta mál að ósekju og ég mun að sjálf­sögðu vera yf­ir­völd­um inn­an hand­ar við rann­sókn máls­ins.

Virðing­ar­fyllst
Ágúst Sindri Karls­son”

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert