Áfengisgjaldið hækkar um 42% á einu ári

Frum­varp vegna breyt­inga á óbein­um skött­um, það er álög­um á vöru og þjón­ustu, var lagt fram á Alþingi í gær. Sam­tals er gert ráð fyr­ir því að tekj­ur rík­is­sjóðs auk­ist á ár­inu 2010 um 13,9 millj­arða en um 14,7 millj­arða  á árs­grund­velli. Eru þetta um 2,4 millj­örðum kr. lægri tekj­ur en gert var ráð fyr­ir í frum­varpi til fjár­laga af þess­um tekju­stofn­um.

Lagt er til að gjöld á áfengi og tób­aki hækki um 10%, sem talið er munu skila um millj­arði í viðbót­ar­tekj­ur í rík­is­sjóð. Verði það að veru­leika hafa gjöld á áfengi hækkað um 42% á tólf mánuðum.

Gera má ráð fyr­ir að rekst­ur bif­reiða verði dýr­ari hljóti frum­varpið samþykki, en það fel­ur m.a. í sér 10% hækk­un á bif­reiðagjaldi frá næstu ára­mót­um, sem er ætlað að skila rík­is­sjóði ár­lega 500 millj­óna viðbót­ar­tekj­um. Þá er lagt til að al­mennt bens­íngjald hækki um 2,50 kr. á hvern lítra en ol­íu­gjald um 1,65 kr. á lítra. Einnig seg­ir að í und­ir­bún­ingi sé frum­varp um kol­efn­is­gjald, sem ætlað er að skila rík­inu 900 millj­ón­um.

Til viðbót­ar er lagt til að fjöl­mörg skrán­ing­ar- og leyf­is­gjöld hækki, að meðaltali um 50%. Mest hækka dóms­mála­gjöld, sem er bæði ætlað að mæta aukn­um rekstr­ar­kostnaði dóm­stóla og draga úr fjölda smærri mála sem ber­ast dóms­kerf­inu.

Eins og komið hef­ur fram er lagt til þriggja þrepa virðis­auka­skatt­kerfi. Frá 1. mars á næsta ári verður sam­kvæmt frum­varp­inu bætt við nýju 14% þrepi, og falla í þann flokk syk­ur­vör­ur, óá­feng­ar drykkjar­vör­ur og sala veit­inga- og kaffi­húsa, sem allt bar áður 7% skatt. Þá verður al­menn­ur virðis­auka­skatt­ur hækkaður úr 24,5 í 25%, en gert er ráð fyr­ir að sú breyt­ing taki gildi 1. janú­ar.

Reiknað er með að breyt­ing­ar á vask­in­um skili 6 millj­arða króna tekju­auka ári og valdi 0,6% hækk­un vísi­tölu neyslu­verðs.

Loks er lagt til að ein­stak­ling­um verði heim­ilað að leysa út sér­eigna­sparnað að upp­hæð 1,5 millj­ón­ir fyr­ir staðgreiðslu tekju­skatts og út­svars, til viðbót­ar þeirri millj­ón sem var heim­iluð fyrr á ár­inu. Talið er að breyt­ing­in valdi mik­illi aukn­ingu í út­greiðslu sér­eigna­sparnaðar, sem skili rík­is­sjóði 5 millj­arða tekju­auka en sveit­ar­fé­lög­um 2,6 millj­örðum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka