Bankar fara ekki að reglum

Lilja Móses­dótt­ir, formaður viðskipta­nefnd­ar, sagði á Alþingi í dag að bank­arn­ir fari ekki eft­ir sam­ræmd­um regl­um og lög­um þegar kem­ur að end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja. Hún hef­ur farið fram á að viðskiptaráðherra gefi munn­lega skýrslu um málið á fundi nefnd­ar­inn­ar á morg­un.

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, spurði út í málið og gagn­rýndi að ekki væru sam­ræmd­ar regl­ur hjá bönk­un­um. Hann sagði ekk­ert traust á bönk­un­um og lít­ill ár­ang­ur næðist á meðan svo væri. Enn­frem­ur hvatti hann viðskipta­nefnd til að út­búa skýrslu um málið.

Lilja sagði nefnd sína hafa reynt að sinna eft­ir­lits­hlut­verki sínu og m.a. kallað til sín aðila úr banka­kerf­inu og eft­ir­lits­stofn­un­um. Hún sagði upp­lýs­ing­ar hafa komið fram sem bendi til þess að ekki sé farið að lög­um og regl­um.

Lilja sagðist því hafa boðað viðskiptaráðherra á fund viðskipta­nefnd­ar á morg­un. Þar verður spurt hvernig tryggt sé að verklags­regl­ur bank­anna séu í sam­ræmi við lög, hvort eft­ir­lit með fram­kvæmd verklags­regl­ur sé virkt og hvort ekki sé gætt jafn­ræði viðskipta­vina mis­mun­andi banka.

Lilja sagði jafn­framt brýnt að setja leik­regl­ur um end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja.

Lilja Mósesdóttur
Lilja Móses­dótt­ur mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert