Brown álítur Icesave bindandi

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. Ómar Óskarsson

Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, svaraði bréfi Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra frá 28. ág­úst þann 13. nóv­em­ber síðastliðinn. Í svar­bréfi sem hann sendi þá þakk­ar hann Jó­hönnu fyr­ir bréfið og seg­ir að það hafi vakið hjá hon­um hugs­an­ir og hann hafi íhugað það náið síðan þá.

Hann seg­ist jafn­framt telja þróun máls­ins síðan í sum­ar hafa verið mjög góða. Frum­varpið um Ices­a­ve-málið sem nú sé verið að ræða á Alþingi, þ.e. seinna frum­varpið um það mál, muni tryggja að lána­samn­ing­arn­ir vegna  máls­ins verði lög­fræðilega skot­held­ir. Það sé mik­il­vægt skref fyr­ir alla aðila. Hann kveðst fagna því að rík­is­stjórn Jó­hönnu vilji tryggja að skuld­bind­ing ís­lenska inni­stæðutrygg­inga­sjóðsins sé bind­andi.

Hann kveðst jafn­framt vona að málið geti nú leyst fljót­lega svo hægt sé að líta fram á veg­inn.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir sendi hon­um annað svar­bréf fjór­um dög­um síðar, þann 17. nóv­em­ber. Þar seg­ir hún að hún verði að bregðast við áherslu Browns á það að ábyrgð ís­lenska rík­is­ins sé bind­andi.  Hún nefn­ir fyr­ir­vara Alþing­is sem gerðir voru fyrr í haust.  Eft­ir að þeir hafi verið út­listaðir hafi þó eitt mál staðið sér­stak­lega út af. Það hafi verið viður­kenn­ing­in á þeirri staðreynd, að ís­lenska ríkið sé að ábyrgj­ast skuld­bind­ing­ar, þó svo að því beri ekki ófrá­víkj­an­leg laga­leg skylda til þess.

Í lok bréfs síns seg­ir Jó­hanna að ef staða Íslands í mál­inu myndi skána á ein­hverj­um tíma­punkti í framtíðinni, vegna úr­sk­urðar þar til bærs aðila, verði bú­ist við því að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar taki málið þá upp í anda sann­girni og góðvilja.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert