Fleiri flytjast til útlanda en nokkru sinni fyrr

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. Brynjar Gauti Sveinsson

Danmörk er það land sem orðið hefur fyrir valinu hjá flestum brottfluttum Íslendingum það sem af er árinu. Alls hafa 1.338 Íslendingar flutt til Danmerkur á fyrstu 9 mánuðum ársins, en Noregur fylgir fast á eftir því þangað fluttu 1.123 Íslendingar á sama tíma skv. Hagstofunni.

Síðustu 10 árin hafa að meðaltali um 325 Íslendingar flutt til Noregs árlega og stefnir því í að 1.000 fleiri Íslendingar flytji þangað í ár en tíðkast hefur. Fjöldi brottfluttra Íslendinga til Danmerkur hefur hinsvegar verið á svipuðu róli síðustu árin, um 1.410 að meðaltali og virðist kreppan ekki hafa haft sérstök áhrif á straum Íslendinga þangað, hann er alltaf jafnmikill, óháð góðæri eða kreppu.

Allt í allt hefur hinsvegar ekki verið meiri brottflutningur af landinu en nú síðustu tæpu 50 árin, en tölur Hagstofunnar ná ekki lengra aftur en til 1961. Frá janúar til september hafa þannig 4.021 íslenskur ríkisborgari flutt burt en tæplega helmingi færri, eða 2.072 flutt aftur heim.

Sjá nánari umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert