Flugmenn Gæslunnar með hærri laun en forsætisráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. Árni Sæberg

Flugmenn Landhelgisgæslunnar eru einu ríkisstarfsmennirnir sem hafa hærri dagvinnulaun en forsætisráðherra en falla þó ekki undir Kjararáð. Endurskoðun launa embættismanna er misjafnlega langt á veg komin. Þetta kom fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á Alþingi í dag.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði hvort komin væri til framkvæmda sú stefna ríkisstjórnarinnar að engin ríkislaun skuli vera hærri en laun forsætisráðherra.

Jóhanna vísaði í lagabreytingar sem tóku gildi í ágúst hvað varðar Kjararáð og sagði endurskoðun standa yfir. Hvað varðar endurskoðun launa þeirra ríkisstarfsmanna sem ekki falla undir kjararáð benti Jóhanna á að þeir eigi rétt á launum samkvæmt kjarasamningum. Umsamin laun í dagvinnu eru þó aðeins í einu tilviki hærri en hjá forsætisráðherra, það er hjá flugmönnum Landhelgisgæslu Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert