Forseti synji Icesave

Frá mótmælafundi Indefence-samtakanna á Austurvelli í fyrrasumar.
Frá mótmælafundi Indefence-samtakanna á Austurvelli í fyrrasumar. Ómar Óskarsson

InD­efence-hóp­ur­inn er að hleypa af stokk­un­um und­ir­skrifta­söfn­um þar sem skorað er á for­seta Íslands að synja breytt­um lög­um um Ices­a­ve staðfest­ing­ar, verði þau samþykkt á Alþingi.

„Þegar for­seti Íslands und­ir­ritaði Ices­a­ve lög­in í haust lét hann fylgja yf­ir­lýs­ingu þess efn­is að hann hefði ekki und­ir­ritað lög­in nema hinir veiga­miklu fyr­ir­var­ar sem Alþingi gerði, fylgdu. Með breyt­inga­lög­un­um sem nú eru til um­fjöll­un­ar á þingi má segja að fyr­ir­var­arn­ir séu af­tengd­ir og áhætta okk­ar og fólks framtíðar­inn­ar auk­in. Verður því að líta svo á að for­set­inn geti ekki samþykkt málið eins og það lít­ur út í dag og því vilj­um við að hann synji af­greiðslu lag­anna og setji þau í dóm þjóðar­inn­ar," sagði Jó­hann­es Þ. Skúla­son talsmaður hóps­ins í sam­tali við Morg­un­blaðið í kvöld.

Liðsmenn InD­efence segja að verði nýja Ices­a­ve-frum­varpið að lög­um verði skuld­bind­ing­ar ís­lenska rík­is­ins á ný ófyr­ir­sjá­an­leg­ar, bæði hvað varðar fjár­hæðir og tíma­lengd.

InD­efence efndi til und­ir­skrifta­söfn­un­ar í októ­ber á síðasta ári  vegna hryðju­verka­lag­anna sem Bret­ar beittu Íslend­inga í kjöl­far banka­hruns­ins. Með þá reynslu í huga hef­ur hóp­ur­inn ákveðið að efna til und­ir­skrifta­söfn­un­ar­inn­ar nú.

„Þetta er inn­legg okk­ar til mál­efna­legr­ar umræða um Ices­a­ve, en að óbreyttu verða skuld­bind­ing­arn­ar í þeim lög­um sem nú liggja fyr­ir Alþingi óbæri­leg­ar fyr­ir ís­lensku þjóðina," seg­ir Jó­hann­es um und­ir­skrifta­söfn­un­ina sem fer fram á vef­setri InD­efence hóps­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert