Ríkisstjórnin afgreiddi skatta

Skattamál voru til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi í kvöld. Þar afgreiddi ríkisstjórnin frumvörp um tekjuskatt, fjármagnstekjuskatt, orkuumhverfis og auðlindagjöld og fara þessi mál nú til umfjöllunar á Alþingi.

Á mánudag rennur út frestur til að leggja fram lagafrumvörp á haustþingi og af því helgaðist þessi óvenjulegi fundatími ríkisstjórnarinnar.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra sagðist í fréttum Sjónvarps í kvöld reikna með að skattamál yrðu tekin fyrir á Alþingi þegar umræðu um Icesave- og fjárlög sé lokið. Aðkallandi sé að þau mál komist í höfn sem fyrst, því nefndir þingsins eigi ærinn starfa fyrir höndum á næstunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert