Skerðingu fæðingarorlofs mótmælt


BHM lýs­ir and­stöðu við frek­ari skerðingu rétt­inda í fæðing­ar­or­lofi, þar sem slíkt er skref aft­urá­bak í jafn­rétt­is­mál­um og veg­ur að rétt­ind­um barna og fjöl­skyldna. Mark­mið fæðing­ar­or­lofs er að tryggja barni sam­vist­ir við báða for­eldra og gera bæði kon­um og körl­um kleift að sam­ræma fjöl­skyldu- og at­vinnu­líf. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá miðstjórn BHM.

„BHM var­ar ein­dregið við því að tíma­bundið erfiðleika­ástand í efna­hags­mál­um verði látið koma svo harka­lega niður á sam­fé­lags­leg­um fram­fara­mál­um, sem kostað hef­ur mikla bar­áttu og fórn­ir að ná fram.
 
Mark­mið laga um fæðing­ar­or­lof er að jafna stöðu karla og kvenna á vinnu­markaði og tryggja þátt­töku beggja for­eldra í upp­eldi og umönn­un barna.  Með breyt­ing­um þeim sem gerðar voru síðastliðið sum­ar var stór­lega dregið úr mögu­leik­um karla til töku fæðing­ar­or­lofs.

BHM tel­ur bet­ur fara á að mark­visst sé unnið að því að upp­fylla mark­mið lag­anna, enda eru nú ýms­ar blik­ur á lofti hvað varðar jafna stöðu karla og kvenna."
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert