Svandís veruleikafirrt eða vanhæf

Skúli Thoroddsen.
Skúli Thoroddsen.

Skúli Thorodd­sen, fram­kvæmda­stjóri Starfs­greina­sam­bands­ins, send­ir Svandísi Svavars­dótt­ur um­hverf­is­ráðherra tón­inn í grein á vef sam­bands­ins. Hann spyr hvor ráðherr­ann sé ekki með í rík­is­stjórn­inni, sé utan hrings­ins. Hann er þar að skrifa um viðbrögð Svandís­ar við þeim um­mæl­um Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra, að fram­kvæmd­ir geti haf­ist við Suðvest­ur­lín­ur Landsnets næsta sum­ar.

„Þá bregður svo við að um­hverf­is­ráðherra set­ur und­ir sig horn­in og kann­ast ekki við að málið hafi verið rætt í rík­is­stjórn. Hún, Svandís Svavars­dótt­ir, ætli sér all­an þann tíma sem þarf til að skoða málið, það sé ekki for­sæt­is­ráðherr­ans að tjá sig með þeim þætti sem raun varð á og Jó­hanna er kraf­in reikn­ings­skila orða sinna. Und­ir það taka svo at­b­urðafjöl­miðlarn­ir,” seg­ir Skúli.

„Þarf leyfi um­hverf­is­ráðherra til að taka á vanda heim­il­anna og snúa við þeirri öfugþróun að hér gangi tí­undi hver maður at­vinnu­laus, já reynd­ar sextándi hver fé­lagi Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Kefla­vík­ur og ná­grenn­is suður með sjó?” spyr Skúli einnig.

Hann bæt­ir við þvi við að Svandís virðist vera veru­leikafirrt eða ekki starfi sínu vax­in nema hvort tveggja sé. Hún hafi enga samúð með því at­vinnu­lausa fólki sem „mæli göt­urn­ar þessa dag­ana” og virðist því miður einnig hafa tak­markaðan skiln­ing á því um­hverf­is­meðvitaða sam­spili at­vinnu­lífs og nátt­úru sem efst sé á baugi þeirra aðila sem leggi áherslu á sjálf­bæra þróun og um­hverf­is­vernd, eins og hann orðar það.

Grein Skúla í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert