Svifryk yfir mörkum

Svifryk hefur verið vaxandi vandamál í Reykjavík.
Svifryk hefur verið vaxandi vandamál í Reykjavík. mbl.is/Kristinn

Svifryk fór yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík í gær og var það í 14. skipti, sem slíkt gerist á þessu ári. Í dag er þurrt í veðri í Reykjavík og vindhraði nokkur og því getur ryk þyrlast upp úr opnum grunnum, vinnusvæðum og götum.

Samkvæmt upplýsingum frá  umhverfis-  og samgöngusviði Reykjavíkurborgar er sterk fylgni á milli nagladekkja og svifryks.  Færri bílar eru nú á negldum dekkjum í Reykjavík nú en á sama tíma í fyrra. Dregið hefur úr notkun nagladekkja jafnt og þétt á síðastliðnum árum. 

Samkvæmt mælingu, sem var gerð 11. nóvember, reyndist um fjórðungur bíla vera á negldum dekkjum. Á sama tíma 2008 var hlutfall ökutækja á negldum dekkjum 35%. Næsta talning verður gerð 3. desember. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert