Bandarísku hagfræðingarnir James K. Galbraith og William K. Black gagnrýna mjög forsendur í skýrslu Alþjóðgjaldeyrissjóðsins frá 20. október sl. varðandi sjálfbærni vergra erlendra skulda íslenska þjóðarbúsins.
Kemur þetta fram í bréfi, sem þeir sendu Gunnari Tómassyni hagfræðingi og hann sendi áfram til alþingismanna í gær.
Segja þeir að í skýrslu AGS sé m.a. látið undir höfuð leggjast að íhuga áhrif mikilla skattahækkana, niðurskurðar á opinberri þjónustu, samdráttar atvinnutekna, mögulegrar gengislækkunar og atvinnuleysis á flutning vinnandi fólks af landi brott.
Einnig gagnrýna þeir spá AGS um kröftugan hagvöxt hér á landi þrátt fyrir miklar skattahækkanir og stórfelldan niðurskurð opinberra útgjalda.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.