Boðar afnám sjómannaafsláttar

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra lagði í kvöld fram frum­varp á Alþingi um tekju­öfl­un rík­is­ins. Um er að ræða svo­nefnd­an bandorm þar sem gerðar eru ýms­ar breyt­ing­ar á skatta­lög­um og öðrum lög­um. Sam­kvæmt frum­varp­inu verður m.a. tek­inn upp áður boðaður 3. þrepa tekju­skatt­ur og einnig er boðað að sjó­manna­afslátt­ur verði lagður af í áföng­um frá ár­inu 2011.

Sjó­manna­afslátt­ur er viðbót­ar presónu­afslátt­ur í staðgreiðslu­kerfi tekju­skatts, sem sjó­menn njóta. Af­slátt­ur­inn er nú 987 krón­ur á hvern lög­skrán­ing­ar­dag. Sam­kvæmt frum­varpi fjár­málaráðherra lækk­ar hann um 25% í 740 krón­ur árið 2011, aft­ur um 25%  í 493 krón­ur árið 2012, enn um 25% í 246 krón­ur árið 2013 og fell­ur brott árið 2014.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu seg­ir, að fjöldi þeirra sem njóta sjó­manna­afslátt­ar sé nú rúm­lega 6000 manns. Hafi þeim farið fækk­andi frá því að nú­ver­andi kerfi var tekið upp en um 10.000 manns fengu sjó­manna­afslátt á fyrstu árum tí­unda ára­tug­ar­ins.

Þá hafi laun þeirra sem fá sjó­manna­afslátt á síðustu árum hækkað veru­lega í sam­an­b­urði við al­menna þróun launa og  sam­kvæmt skatt­fram­töl­um hækkuðu meðallaun þeirra sem fengu sjó­manna­afslátt um tæp 55% frá 2006 til 2008 en þeim sem af­slátt­inn fengu fækkaði um nærri 15%. Á sama tíma hækkuðu meðallaun fram­telj­enda al­mennt um tæp­lega 30%. Hækk­un þessi skýrist að hluta af geng­isþróun sem hafði já­kvæð áhrif á laun sjó­manna og megi því reikna með að hún hafi haldið áfram fram á þetta ár og verði viðvar­andi.

„Erfitt hef­ur reynst að ná sam­stöðu um af­nám sjó­manna­afslátt­ar þótt flest­ir viður­kenni tak­markaðan til­veru­rétt hans. Ætla má að nú séu lík­ur á breiðri sam­stöðu um breyt­ing­ar í þessu efni. Sjó­menn eru meðal fá­mennra hópa sem fengið hafa veru­leg­ar kjara­bæt­ur í krepp­unni sem er að ganga yfir og út­gerðin er meðal þeirra at­vinnu­greina þar sem geng­is­fall krón­unn­ar styrk­ir rekstr­ar­grund­völl­inn og fisk­verð hef­ur verið hag­stætt á mörkuðum. Al­menn­ur hljóm­grunn­ur er fyr­ir því að skatt­kerfið stuðli að jöfnuði og þegar nauðsyn­legt er að hækka skatt­tekj­ur er eðli­legt að byrja á að fella brott íviln­an­ir sem fela í sér mis­mun­un," seg­ir í frum­varp­inu.

Sam­kvæmt mati fjár­málaráðuneyt­is­ins má áætla, að frum­varpið í heild, verði það óbreytt að lög­um, auk má því gera ráð fyr­ir að tekj­ur rík­is­sjóð verði 14,5 millj­örðum kr. lægri en gert var ráð fyr­ir í frum­varpi til fjár­laga 2010. Að sam­an­lögðu er gert ráð fyr­ir að kostnaður rík­is­sjóðs auk­ist um allt að 2,3 millj­arða kr. í tengsl­um við þess­ar breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu og breyttri sam­setn­ingu tekju­öfl­un­ar frá því sem gert var ráð fyr­ir í fjár­laga­frum­varp­inu.

Fjár­málaráðherra lagði einnig í kvöld fram frum­varp um auðlinda­skatta. Þar er m.a. gert ráð fyr­ir sér­stöku kol­efn­is­gjaldi, sem verði verði lagt á fljót­andi jarðefna­eldsneyti, þ.e. bens­ín, dísi­lol­íu, flug­véla- og þotu­eldsneyti og brennslu­olíu, auk þess sem lagt er til að sér­stak­ur skatt­ur verði lagður á sölu á raf­orku og heitu vatni.

Tekju­öfl­un­ar­frum­varpið í heild

Frum­varp um auðlinda­skatta

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert