Enn sautján á mælendaskrá

Frá Alþingi í dag.
Frá Alþingi í dag. Heiðar Kristjánsson

Sautján þing­menn eru á mæl­enda­skrá Ices­a­ve-umræðunn­ar á Alþingi, all­ir úr þing­flokk­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar. Lengi vel var rætt um fund­ar­stjórn for­seta fyrr í kvöld og kvörtuðu þing­menn sár­an yfir því hversu lengi fund­ur­inn stæði, enda fund­ir í nefnd­um snemma í fyrra­málið.

Óvíst er hversu lengi þing­fund­ur stend­ur enn, en ljóst að umræðan held­ur áfram þegar þing­fund­ur verður sett­ur kl. 10.30 í fyrra­málið. Fyr­ir þing­fund­inn eru fund­ir í iðnaðar­nefnd,  heil­brigðis­nefnd og fé­lags- og trygg­inga­mála­nefnd og ut­an­rík­is­mála­nefnd. Á dag­skrá síðast­nefndu nefnd­ar­inn­ar verður m.a. fjallað um álykt­un Evr­ópuþings­ins um stækk­un ESB.

Fyr­ir utan það að kvarta und­an kvöld­fundi er einnig gagn­rýnt - sem fyrr - hversu fáir stjórn­ar­liðar eru í þingsal. 

Bein út­send­ing frá Alþingi

Þingmenn eru orðnir nokkuð lúnir eftir langan dag.
Þing­menn eru orðnir nokkuð lún­ir eft­ir lang­an dag. Heiðar Kristjáns­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert