Frostavetur falli Icesave

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir sagði á Alþingi í dag að verði Ices­a­ve-frum­varpið ekki samþykkt verði ekki í hendi þau lán, sem kallað hafi verið eft­ir. Trygg­inga­sjóður inni­stæðueig­enda geti þá ekki staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar og af­leiðing­in yrði greiðslu­fall og vænt­an­lega lækkað láns­hæf­is­mat Íslands, sveit­ar­fé­laga og stór­fyr­ir­tækja.

„Við gæt­um verið að koma í veg fyr­ir all­ar þær stór­fram­kvæmd­ir, sem þá verða á döf­inni og menn hafa verið að kalla eft­ir og leita eft­ir fjár­magni í," sagði Jó­hanna, og nefndi m.a. HS Orku, Lands­virkj­un og Orku­veitu Reykja­vík­ur. „Ég held að menn væru að kalla yfir sig al­ger­an frosta­vet­ur í at­vinnu­upp­bygg­ingu ætli þeir að láta þetta mál liggja," sagði Jó­hanna.

Hún sagði, að ým­is­legt, sem sagt hefði verið í ræðustóli Alþing­is í tengsl­um við Ices­a­ve-umræðuna hefði gengið fram af sér. Því hefði verið haldið fram að ís­lenska rík­is­stjórn­in og emb­ætt­is­menn væru fyrst og fremst að tryggja hags­muni Breta og Hol­lend­inga en ekki Íslend­inga.

„Auðvitað vita menn að þetta er alrangt og furðulegt að þessu skuli vera haldið fram í ræðustóli á Alþingi. Staðreynd­in er að rík­is­stjórn­in hef­ur gert allt sem í henn­ar valdi stend­ur til að ná hag­stæðum samn­ing­um fyr­ir ís­lensku þjóðina," sagði Jó­hanna, sem fór í ræðunni ýt­ar­lega yfir ýmis atriði, sem hafa verið í umræðunni um Ices­a­ve-málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert