Mikil umfjöllun um Icesave í Hollandi

Icesave hefur verið helsta umræðuefnið á Íslandi síðustu mánuði
Icesave hefur verið helsta umræðuefnið á Íslandi síðustu mánuði mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjölmargir fjölmiðlar í Hollandi fjalla um svarbréf Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, til Gordons Brown forsætisráðherra Bretlands, í dag. Kemur fram í þeim öllum að Jóhanna segi í bréfinu til Brown að Íslendingar álíti Icesave-samkomulagið ekki bindandi. Vísa hollensku miðlarnir í frétt Bloomberg fréttastofunnar þar að lútandi.

Fram kemur að Holllendingar hafi átt um 1,3 milljarða evra inni á Icesave-reikningum Landsbankans. Í bréfinu til Brown komi fram að Íslendingum beri ekki ófrávíkjanleg lagaskylda til þess að greiða fjárhæðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert