Fjölmiðladeild mennta- og menningarmálaráðueytisins hefur fengið margar fyrirspurnir um nefskattinn sem rennur til Ríkisútvarpsins ohf. Einkum hefur orðið vart við ónægju eigenda einkahlutafélaga sem eru í litlum eða engum rekstri.
Ráðuneytið hefur miðað við að skattinn greiði aðeins fyrirtæki sem eru með rekstur.
Fjölmiðladeild menntamálaráðuneytisins hefur heyrt í fólki sem er óánægt með að þurfa að greiða þetta gjald. Fleiri kvartanir eða fyrirspurnir hafa þó borist frá eigendum smáfyrirtækja sem eru ósáttir.
Elfa Ýr Gylfadóttir deildarstjóri nefnir sem dæmi að einstaklingar hafi stofnað einkahlutafélag um bát eða einhverja aðra starfsemi sem þeir hafi áður rekið undir eigin nafni og finnst þeir nú tvískattaðir.