Samherji greiðir launauppbót

Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji hefur ákveðið, að greiða 300 starfsmönnum sínum í landi 100 þúsund króna launauppbót, miðað við fullt starf. Uppbótin verður greidd með launum núna um mánaðamótin og bætist við umsamda desemberuppbót sem greidd er á sama tíma.

Fram kemur á heimasíðu Samherja, að þetta sé  í annað skiptið á árinu sem fyrirtækið greiðir starfsfólki sínu launauppbót umfram kjarasamninga, en það var einnig gert í vor. 

Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, segir þar að miðað við mjög krefjandi rekstrarumhverfi hafi rekstur Samherja gengið vel á árinu. Starfsfólk félagsins hafi lagt sig fram í störfum sínum og um að þjónusta kröfuharða viðskiptavini félagsins eftir bestu getu. Fyrir það vilji Samherji þakka með þessari launauppbót í aðdraganda jólanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert