Skora á Alþingi að samþykkja Icesave

Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

Evr­ópu­sam­bandið skor­ar á Alþingi að staðfesta Ices­a­ve-sam­komu­lagið við Breta og Hol­lend­inga. Að öðrum kosti sé aðild Íslands að ESB í hættu. Þetta kem­ur fram í frétt Bloom­berg frétta­stof­unn­ar. Fjallað var um stækk­un­ar­mál ESB á Evr­ópuþing­inu í Strass­borg í gær.

Kem­ur fram í frétt Bloom­berg, að fregna af niður­stöðu fram­kvæmda­stjórn­ar ESB um aðild­ar­um­sókn Íslands sé að vænta fljót­lega. Það geti tafið aðild Íslands ef ekki verður gengið frá Ices­a­ve sam­komu­lag­inu. Ísland hafi hins veg­ar margt fram yfir rík­in á Balk­anskag­an­um sem hafa sótt hafi um aðild að ESB líkt og Ísland þar sem Ísland sé hluti af Evr­ópska efna­hags­svæðinu og Schengen. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert