Skora á Alþingi að samþykkja Icesave

Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

Evrópusambandið skorar á Alþingi að staðfesta Icesave-samkomulagið við Breta og Hollendinga. Að öðrum kosti sé aðild Íslands að ESB í hættu. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttastofunnar. Fjallað var um stækkunarmál ESB á Evrópuþinginu í Strassborg í gær.

Kemur fram í frétt Bloomberg, að fregna af niðurstöðu framkvæmdastjórnar ESB um aðildarumsókn Íslands sé að vænta fljótlega. Það geti tafið aðild Íslands ef ekki verður gengið frá Icesave samkomulaginu. Ísland hafi hins vegar margt fram yfir ríkin á Balkanskaganum sem hafa sótt hafi um aðild að ESB líkt og Ísland þar sem Ísland sé hluti af Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka