Umræða um umræðu

00:00
00:00

Tek­ist er á um hið lang­vinna Ices­a­ve-mál á Alþingi í dag og langt fram á kvöld, ef að lík­um læt­ur. Fyr­ir há­degi var rætt um form en ekki efni, þar sem þing­mönn­um tókst að tala í tæpa klukku­stund um það, hvort málið skyldi rætt fram á kvöld, eða ekki. Að því loknu var málið tekið fyr­ir í umræðum um störf þings­ins.

29 stjórn­arþing­menn greiddu því at­kvæði að kvöld­fund­ur yrði heim­ilaður, en 22 stjórn­ar­and­stöðuþing­menn greiddu at­kvæði gegn því. Af viðstödd­um greiddu tveir þing­menn ekki at­kvæði.

Þrátt fyr­ir þetta hafa stjórn­ar­and­stöðuþing­menn fyllt mæl­enda­skrána, eft­ir að hin eig­in­lega umræða hófst upp úr há­deg­inu, en stjórn­arþing­menn ekki mikið látið í sér heyra og fæst­ir þeirra verið viðstadd­ir umræðuna.

Nokkr­ir þing­menn hafa í dag tjáð sig í fyrsta sinn um Ices­a­ve-máið úr ræðustól Alþing­is, þar á meðal Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks. Hún minnti á að mikið upp­hlaup hefði orðið í sam­fé­lag­inu fyr­ir skemmstu vegna fólks sem hefði tekið lán til stofn­fjár­kaupa í nafni barna sinna. Nú væri rík­is­stjórn­in hins veg­ar að skuld­binda ís­lensku þjóðina marg­ar kyn­slóðir fram í tím­ann.

Lagði hún til að málið yrði látið niður falla og minnti á, að ef það færi ekki í gegn­um þingið, gerðist ná­kvæm­lega ekki neitt. Í land­inu séu nefni­lega í gildi ít­ar­leg lög um rík­is­ábyrgð á Ices­a­ve-skuld­bind­ing­un­um, frá því í sum­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert