Pat Gallagher, fulltrúi Evrópuþingsins í viðræðum Íslands um aðild að Evrópusambandinu (ESB), telur að leiðtogar ESB veiti ekki samþykki fyrir viðræðum við Ísland fyrr en á leiðtogafundi ESB næsta vor. Ríkisútvarpið greindi frá þessu.
Þetta kom fram í umræðum um ályktun um stækkunarmál ESB á Evrópuþinginu í Strassborg í gær. Gallahger, sem er Evrópuþingmaður frá Írlandi auk þess að sitja í samninganefndinni sem ræðir við Íslendinga, lét þessi orð falla í umræðunum. Hann lét þess getið að stutt væri síðan að sendinefnd íslenskra þingmanna hafi fundað með honum í Brussel.