11,2 milljarða halli hjá OR

Halli af rekstri Orkuveitu Reykjavíkur fyrstu 9 mánuði ársins 2009 sem nam 11,2 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra var 39,6 milljarða tap á rekstrinum.

Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir var 8,6 milljarðar króna fyrstu níu mánuði ársins en var 8,2 milljarðar á sama tímabili 2008. 

Í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, sem samþykkt var á stjórnarfundi í dag, er gert ráð fyrir að framkvæmdir á vegum Orkuveitu Reykjavíkur á næsta ári mun nema 18 milljörðum króna. Þetta eru helst uppbygging nýrrar hitaveitu frá Hellisheiðarvirkjun, sem tekin verður í notkun haustið 2010,  uppbygging 5. áfanga Hellisheiðarvirkjunar, þar sem framleiðsla á 90 MW rafafls hefst síðla árs 2011 og fráveituframkvæmdir á Vesturlandi þar sem ástand skolpmála mun að sögn fyrirtækisins komast í sama horf og á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum.

Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir, að þessi áform beri með sér að fyrirtækið verði stærsti einstaki framkvæmdaaðilinn hér á landi á næsta ári. Stórt skref hafi verið stigið í fjármögnun framkvæmdanna þegar skrifað var undir fjármögnunarsamning við Evrópska fjárfestingabankann nýlega. Samningurinn hljóðar upp á 170 milljónir evra, eða sem svarar til 31 milljarðs króna. 

Vefur Orkuveitu Reykjavíkur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert