Flaug yfir slysstaðinn

Það var í lok maí ári 1947 að Douglas vél Flugfélags Íslands, TF-ÍSÍ, var á leið frá Reykjavík til Akureyrar að vélin fórst í hlíðum Hestsfjalls í Héðinsfirði, milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.

Um borð voru 25 manns, 21 farþegi, þar af þrjú börn – en fjórir voru í áhöfn. Engin komst lífs af úr þessu hörmulega flugslysi. María Jóhannsdóttir, var 22 ára þetta ár, en þá hafði hún farið til Reykjavíkur til læknis og dvaldi þar í viku, hjá vinkonu sinni.

Í sumar voru liðin 62 ár frá því að María fór síðast í flugvél, allt frá árinu sem vélin fórst. Arngrímur Jóhannsson, flugkappi á Akureyri, ákvað því að bjóða henni í flug – og með henni Margréti Þóru Þórsdóttur sem ritað hefur bókina Harmleikur í Héðinsfirði, sem fjallar um slysið.

Hann flaug meðal annars með þær yfir slysstaðinn í Héðinsfirði. María var sagðist rétt eftir lendingu alls ekke hafa verið smeyk.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert