Gros kostar Seðlabanka 5 milljónir á ári

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Seta Daniels Gross hag­fræðings í banka­stjórn Seðlabanka Íslands kost­ar um 5 millj­ón­ir króna á ári. Þetta upp­lýsti Gylfi Magnús­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á Alþingi fyrr í dag. Sagði hann kostnaðinn til­kom­inn vegna veru­legs ferðakostnaðar sem og kostnaðar vegna þýðinga skjala og túlk­un­ar. 

Það var Val­gerður Bjarna­dótt­ir þingmaður sem var fyr­ir­spyrj­andi. Hún ít­rekaði að hún efaðist ekki um hæfni Gross til að sitja í banka­stjórn­inni, en sagði hins veg­ar eðli­legt að Alþingi hefði um það upp­lýs­ing­ar hvað það kostaði að fá er­lend­an ein­stak­ling til setu í stjórn­inni. 

Val­gerður spurði einnig hver kæmi til með að bera kostnaðinn af seti Gross í banka­stjórn­inni. Gylfi upp­lýsti að for­svars­menn Seðlabank­ans hefði spurt af þessu sama og svo virt­ist vera sem bank­inn yrði að bera kostnaðinn. Hann myndi því bæt­ast við al­menn­an rekstr­ar­kostnað bank­ans. 

„Auðvitað er það ekki stærsta áfallið sem bank­inn hef­ur orðið fyr­ir, en hins veg­ar mun­ar um allt nú á tím­um,“ sagði Gylfi og ít­rekaði að hann efaðist ekki um fag­lega hæfni Gross.

Gylfi benti jafn­framt á að þó út­lend­ing­ur sitji í pen­inga­stefnu­nefnd bank­ans þá falli ekki til neinn auka­kostnaður vegna þessa. Þar vísaði Gylfi til Anne Si­bert, hag­fræðidoktor og pró­fess­or við Birk­beck Col­l­e­ge. Sagði Gylfi að öll gögn sem fari fyr­ir nefnd­ina sem og öll þau gögn sem hún sendi frá sér séu alltaf bæði á ís­lensku og ensku þar sem þau birt á vef bank­ans. Slíkt eigi hins veg­ar ekki við um það gögn sem fari til eða komi frá banka­stjórn­inni. 

 


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert