Hugsanleg jarða- og skipasala veldur áhyggjum

Ríkisstjórnin óttast að skip verði seld úr landi.
Ríkisstjórnin óttast að skip verði seld úr landi.

 

Rík­is­stjórn­in seg­ist hafa af því áhyggj­ur ef banka­hrunið leiði til að marg­ar búj­arðir fari úr land­búnaðarnot­um og afla­hlut­deild­ir fær­ist milli byggðarlaga vegna þrotameðferðar eða ann­ars þvingaðs eigna­upp­gjörs.

Jafn­framt liggi fyr­ir að sala sér­hæfðra at­vinnu­tækja úr landi líkt og fiski­skipa geti haft ófyr­ir­sjá­an­leg áhrif á stöðu vissra byggða og at­vinnu­greina. Einkum sé um að ræða rækju­tog­ara en fjár­mögn­un­ar­mögu­leik­ar inn­lendra aðila eru ennþá mjög tak­markaðir.

Þetta kem­ur fram í minn­is­blaði, sem Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, lagði fram í rík­is­stjórn í sept­em­ber. Jón hef­ur nú skipað vinnu­hóp sem á að fara yfir stöðu þess­ara mála og kort­leggja hana. Það felst í því að fá yf­ir­lit yfir jarðir og út­gerðir sem lík­legt er að lendi und­ir yf­ir­ráðum banka og fjár­mála­stofn­ana. Með sama hætti verði farið yfir stöðu fram­leiðslu­tækja.

Í starfs­hópn­um eru Ingimar Jó­hanns­son, skrif­stofu­stjóri, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyti, sem er formaður, Björn Rún­ar Guðmunds­son, skrif­stofu­stjóri, efna­hags- og viðskiptaráðuneyti, Hjör­dís D. Vil­hjálms­dótt­ir, ráðgjafi ráðherra, fjár­málaráðuneyti og Páll Þór­halls­son, skrif­stofu­stjóri, for­sæt­is­ráðuneyti.

Heimasíða sjáv­ar- og land­búnaðarráðuneyt­is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert