Hvetja sjómenn til að sigla í land

Hvetja sjómenn til að sigla í land
Hvetja sjómenn til að sigla í land mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Stjórn Sjó­manna­fé­lags Íslands mót­mæl­ir áform­um um af­nám sjó­manna­afslátt­ar, að því er seg­ir í álykt­un sem send hef­ur verið á fjöl­miðla.

„Stjórn fé­lags­ins bend­ir á að all­ar al­hæf­ing­ar um góðæri sjó­manna fá vart staðist. Sjó­menn hafa verið að taka á sig tekjurýrn­un vegna afla­brests á loðnu­veiðum og sýk­ing­ar í síld­ar­stofn­in­um einnig hef­ur sjáv­ar­út­vegs ráðherra stór­skert veiðiheim­ild­ir fyr­ir yf­ir­stand­andi fisk­veiðiár, sem leiðir til veru­legr­ar tekju­skerðing­ar sjó­manna.

Far­menn, varðskips­menn , ferju­menn og sjó­menn á skip­um Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar verða seint tald­ir til há­tekju­manna. Vegna þeirra sem horfa öf­und­ar­aug­um til launa sjó­manna skal bent á fjar­veru sjó­manna og þær byrðar sem sett­ar eru á eig­in­kon­ur og fjöl­skyld­ur þeirra, þá eiga sjó­manns­kon­ur erfiðara með að stunda störf utan heim­il­is vegna fjar­veru manna sinna.

Þó má fagna yf­ir­lýs­ingu úr greina­gerð með frum­varp­inu um að af­skip­um stjórn­valda af kjör­um ein­stakra starfstétta heyri nú sög­unni til. Sjó­manna­fé­lag Íslands mun hvetja sjó­menn til að sigla í land verði af af­námi sjó­manna­afslátt­ar."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert