Jólaljósin tendruð á Húsavík

Húsvíkingar nutu jólalegrar stundar við jólatréð, sem stendur að venju …
Húsvíkingar nutu jólalegrar stundar við jólatréð, sem stendur að venju sunnan gamla samkomuhússins. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Það var stillt og fal­legt veður nú síðdeg­is þegar ljós­in voru tendruð á jóla­tré hús­vík­inga þar sem það stend­ur á sín­um hefðbundna stað í miðbæn­um, rétt sunn­an sam­komu­húss­ins. Jóla­tréð kom að þessu sinni, eins og svo oft áður, ekki um lang­an veg held­ur var fengið úr húsag­arði ein­um í bæn­um.

Dag­skrá­in var að venju hefðbund­in,ung­lingakór Borg­ar­hóls­skóla söng nokk­ur jóla­lög und­ir stjórn Lísu McMa­ster, Berg­ur Elías Ágústs­son sveit­ar­stjóri flutti ávarp og Séra Sig­hvat­ur Karls­son hug­vekju auk þess sem Soroptim­ista­kon­ur seldu kakó og klein­ur.

Þá komu jóla­svein­ar til byggða í til­efni þessa og með þeim trölla­börn nokk­ur.Þau tóku lagið ásamt því að dansa í kring­um jóla­tréð með bæj­ar­bú­um. Í lok­in gáfu þau svo börn­un­um góðgæti áður en haldið var aft­ur til fjalla. Skyrgám­ur tjáði frétta­rit­ara að ferðin niður eft­ir hafi gengið vel, ný­fall­in snjór yfir öllu og færið gott.

Skyrgámur veifar í kveðjuskyni til barnanna
Skyrgám­ur veif­ar í kveðju­skyni til barn­anna mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son
Systkinin Klara Hrund og Tómas Bjarni Baldursbörn fá hér góðgæti …
Systkin­in Klara Hrund og Tóm­as Bjarni Bald­urs­börn fá hér góðgæti í poka frá jóla­svein­in­um. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka