Jólaljósin tendruð á Húsavík

Húsvíkingar nutu jólalegrar stundar við jólatréð, sem stendur að venju …
Húsvíkingar nutu jólalegrar stundar við jólatréð, sem stendur að venju sunnan gamla samkomuhússins. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Það var stillt og fallegt veður nú síðdegis þegar ljósin voru tendruð á jólatré húsvíkinga þar sem það stendur á sínum hefðbundna stað í miðbænum, rétt sunnan samkomuhússins. Jólatréð kom að þessu sinni, eins og svo oft áður, ekki um langan veg heldur var fengið úr húsagarði einum í bænum.

Dagskráin var að venju hefðbundin,unglingakór Borgarhólsskóla söng nokkur jólalög undir stjórn Lísu McMaster, Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri flutti ávarp og Séra Sighvatur Karlsson hugvekju auk þess sem Soroptimistakonur seldu kakó og kleinur.

Þá komu jólasveinar til byggða í tilefni þessa og með þeim tröllabörn nokkur.Þau tóku lagið ásamt því að dansa í kringum jólatréð með bæjarbúum. Í lokin gáfu þau svo börnunum góðgæti áður en haldið var aftur til fjalla. Skyrgámur tjáði fréttaritara að ferðin niður eftir hafi gengið vel, nýfallin snjór yfir öllu og færið gott.

Skyrgámur veifar í kveðjuskyni til barnanna
Skyrgámur veifar í kveðjuskyni til barnanna mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
Systkinin Klara Hrund og Tómas Bjarni Baldursbörn fá hér góðgæti …
Systkinin Klara Hrund og Tómas Bjarni Baldursbörn fá hér góðgæti í poka frá jólasveininum. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert