Norðmenn vilja aðstoða

Tor Aksel Busch, ríkissaksóknari Noregs, bauð fram aðstoð Norðmanna við rannsóknina á efnahagshruninu þegar hann hitti Ólaf Hauksson, sérstakan saksóknara á fundi í gær.

Busch er staddur hér á landi og í dag ræddi hann við íslenska ákærendur á fundi þar sem hann fjallaði meðal annars um skipulag ákærumála í Noregi. Þá sagði hann einnig frá starfsemi Økokrim, þeirri stofnun sem rannsakar alvarlega efnahagslega brotastarfsemi í Noregi og saksækir vegna hennar. Busch er sjálfstæði ákæruvaldsins gagnvart stjórnvöldum sérstaklega hugleikið og segir mikilvægt að saksóknarar geti starfað óháð pólítískum þrýstingi.

Á fundi með Ólafi Haukssyni, sérstökum saksóknara, í gær ítrekaði hann vilja Norðmanna til að aðstoða við rannsóknir á efnahagsbrotum sem tengjast efnahagshruninu. Hann segir norska ákærendur búa yfir margvíslegri sérþekkingu á þessu sviði, ekki síst í gegn um starfsemi Økokrim undanfarna tvo áratugi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert