Óslóartréð reist á Austurvelli

Óslóartréð stendur nú uppsett á Austurvelli og allt til reiðu …
Óslóartréð stendur nú uppsett á Austurvelli og allt til reiðu að tendra ljósin. Ómar Óskarsson

Nú síðdegis í dag unnu borgarstarfsmenn í nýfallinni mjöllinni í Reykjavík að því að reisa hið árlega Óslóartré framan við Alþingishúsið á Austurvelli. Óslóartréð er að venju gjöf norsku höfuðborgarinnar til Reykjavíkur og hefur það verið boðberi jólanna í hugum Reykvíkinga í hátt í 60 ár. 

Óslóartréð í ár var höggvið þann 16. nóvember síðastliðinn við Grefsenkollen  og sent til Íslands en það er Aud Kvalbein, varaborgarstjóri Óslóar sem afhendir tréð.  Ljósin verða tendruð á því við hátíðlega athöfn á sunnudaginn næstkomandi klukkan 16:00, fyrsta sunnudag í aðventu og hlotnast 8 ára gamalli norsk-íslenskri stúlku, Hrafnhildi Sif Ingólfsdóttur, þann heiður í ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert