Ræddu um Icesave fram á nótt

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn

Þingfundur stóð á Alþingi til klukkan 1:15 í nótt og ræddu þingmenn um Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar. Enn er annarri umræðu um málið ekki lokið og eru 19 þingmenn á mælendaskrá þegar umræðan hefst aftur í dag klukkan 11.

Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna lögðu til í nótt að í dag yrðu frumvörp ríkisstjórnarinnar um tekjuöflun ríkissjóðs tekin á dagskrá í dag á undan Icesave-frumvarpinu en sú tillaga var felld með 30 atkvæðum gegn 17.

Fram kom hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í umræðunni í gær, að samþykkja þurfi ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingarnar svo lánasamningarnir við Breta og Hollendinga taki gildi. Samningarnir gjaldfalli um mánaðamótin en 1. desember er á þriðjudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert