Rannsaka stuðning við Stáltak

Reykjavíkurhöfn
Reykjavíkurhöfn mbl.is/Árni Sæberg

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA hef­ur tekið ákvörðun um að hefja form­lega rann­sókn á kæru Hafn­ar­fjarðar­kaupstaðar til stofn­un­ar­inn­ar vegna op­in­bers fjár­stuðnings Reykja­vík­ur­hafn­ar (nú Faxa­flóa­hafn­ir) við rekst­ur Stáltaks hf. 

Hafn­ar­fjarðar­kaupstaður sendi kæru til Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA þar sem því var haldið fram að margskon­ar viðskipti milli Reykja­vík­ur­hafn­ar, Drátt­ar­brauta Reykja­vík­ur og Stáltaks hf. hafi falið í sér op­in­ber­an fjár­stuðning til Stáltaks sem væri and­stæður ákvæðum EES samn­ings­ins um op­in­ber­an fjár­stuðning.

Tel­ur Hafn­ar­fjarðarbær að allt frá því í des­em­ber 1999, þegar Drátt­ar­braut­ir Reykja­vík­ur voru sett­ar á stofn af hálfu Reykja­vík­ur­borg­ar og Stáltaks, hafi Reykja­vík­ur­höfn beint og óbeint styrkt starf­semi Stáltaks fjár­hags­lega.

„Fjár­stuðning­ur­inn fel­ist t.a.m. í kaup­um á eign­um fé­lags­ins, en þar er einkum átt við ákvörðun kaup­verðs og önn­ur samn­ings­kjör sem hafi falið í sér fríðindi til handa fé­lag­inu og ákvörðun óeðli­legra leigukjara; langt und­ir leigu­kjör­um á markaði. Tel­ur kær­andi að með þess­um íviln­un­um í garð fé­lags­ins sem starfar á sam­keppn­ismarkaði sé Reykja­vík­ur­höfn að raska sam­keppn­is­stöðu þeirra fyr­ir­tækja sem starfa á sama sviði, en jafn­framt sé með þessu raskað sam­keppn­is­stöðu þeirra hafna sem bjóða slíka þjón­ustu, þ.á.m. Hafn­ar­fjarðar­hafn­ar," að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Hafn­ar­fjarðarbæ.

Með hinum op­in­bera fjár­stuðningi Reykja­vík­ur­hafn­ar hafi Stáltaki verið gert kleift að bjóða uppá slippþjón­ustu á lægra verði en sam­keppn­isaðilarn­ir. Eins og fyrr seg­ir tel­ur kær­andi að aðgerðir Reykja­vík­ur­hafn­ar feli í sér brot á þeim ákvæðum EES samn­ings­ins sem fjalla um op­in­ber­an fjár­stuðning og ger­ir þær kröf­ur að stofn­un­in grípi til þeirra ráðstaf­ana sem ákvæði samn­ings­ins heim­ila til að stöðva þessa op­in­beru íhlut­un og beiti Reykja­vík­ur­höfn jafn­framt viður­lög­um í sam­ræmi við brot sín, sam­kvæmt til­kynn­ingu Hafn­ar­fjarðarbæj­ar.
 
„Þar sem frum­rann­sókn máls­ins lauk með ákvörðun um að hefja form­lega rann­sókn er ljóst að ESA tel­ur ákveðnar lík­ur á að regl­ur EES samn­ings­ins hafi verið brotn­ar, en tekið er fram í niður­lagi ákvörðun­ar­inn­ar að ESA dragi í efa að aðgerðirn­ar stand­ist ákvæði 61. gr. EES samn­ings­ins og að þær sam­ræm­ist ekki fram­kvæmd EES samn­ings­ins. Með ákvörðun­inni hefst ferli þar sem aðilum er gef­inn kost­ur á að koma fram at­huga­semd­um, en málsmeðferðarregl­ur ESA gera ráð fyr­ir að stofn­un­in ljúki mál­inu inn­an 18 mánaða frá birt­ingu ákvörðun­ar­inn­ar," sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Hafn­ar­fjarðarbæ.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert