Réttlæti tryggt með samræmi

00:00
00:00

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra seg­ir ís­lensku bönk­un­um mik­inn vanda á hönd­um við end­ur­skipu­lagn­ingu og end­ur­sölu fyr­ir­tækja sem kom­ist hafa í þeirra eigu eft­ir fjár­mála­hrunið í fyrra­haust.

Hann seg­ir mik­il­vægt að end­ur­skipu­lagn­ing fyr­ir­tækja sé í takt við rétt­lætis­kennd þjóðar­inn­ar og bæt­ir því við að reynt sé að tryggja það með sam­ræmd­um regl­um og viðmiðunum inn­an bank­anna.

Hann svar­ar hins veg­ar neit­andi þegar hann er spurður hvort hann telji að fyr­ir­komu­lag þess­ara mála nú sé í sam­ræmi við rétt­lætis­kennd þjóðar­inn­ar. „Menn eru auðvitað ósátt­ir við þetta ástand og þess­ar aðstæður. Þetta eru aðstæður sem ekk­ert okk­ar hef­ur óskað sér.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka