Securitas fékk starfsmenntaverðlaun Starfsmenntaráðs í flokki fyrirtækja í dag fyrir fræðslustarf fyrirtækisins þar sem öryggisvarðanám fær sérstaka viðurkenningu.
Í flokki skóla- og fræðsluaðila fékk IÐAN fræðslusetur verðlaunin fyrir fjölbreytt fræðslustarf þar sem raunfærnimat fær sérstaka viðurkenningu.
Í flokki félagasamtaka og einstaklinga fengu samtökin Stjórnvísi, arftaki Gæðastjórnunarfélags Íslands, verðlaunin fyrir faghópastarf.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin.